Óskarinn: Verður Jóhann tilnefndur aftur?

Johann Johannsson poses in the press room with the award for best original score for “The Theory of Everything” at the 72nd annual Golden Globe Awards at the Beverly Hilton Hotel on Sunday, Jan. 11, 2015, in Beverly Hills, Calif. (Photo by Jordan Strauss
 Mynd: Jordan Strauss/Invision/AP - Invision

Óskarinn: Verður Jóhann tilnefndur aftur?

14.01.2016 - 11:19

Höfundar

Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í dag. Líkt og í fyrra beinast augu margra Íslendinga að tilnefningum í flokki frumsaminnar tónlistar í kvikmyndum.

Á dögunum var tilkynnt að Jóhann yrði tilnefndur til BAFTA-verðlaunanna, annað árið í röð, fyrir tónlist sína við kvikmynd Denis Villeneuve, Sicario. Tilnefningin þykir gefa vísbendingu um að tónlist hans hljóti einnig náð fyrir augum Óskarsakademíunnar. Jóhann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything.

Sýnt verður frá tilkynningunni í beinni á RÚV.is, útsending hefst kl. 13:30.

Sicario – „hin nýja Jaws“

Tónlist Jóhanns Jóhannssonar við Sicario er í flestum atriðum frábrugðin þeirri sem hann lagði til Theory of Everything, sem var öllu hefðbundnara Óskarsfóður. Tónlist Sicario er þung, myrk og spennuþrungin, í takt við umfjöllunarefni kvikmyndarinnar.

Blaðamaður Washington Post segir Sicario vera hina nýju Jaws. Tónlist Jóhanns veki sömu hughrif og John Williams náði fram í kvikmynd Steven Spielbergs og Jóhann sé líklegur til að verða tilnefndur til Óskarsins.

Aðalleikarar Sicario hafa sömuleiðis lofsungið tónlist Jóhanns. „Tónlistin er ótrúleg, hún er í mínum huga einhver besta tónlist sem ég hef nokkurn tíma heyrt í nokkurri mynd,“ sagði Josh Brolin, einn aðalleikaranna kvikmyndarinnar, í viðtali á Rotten Tomatoes

Tengdar fréttir

Menningarefni

Stefnumót við tónskáld: Jóhann Jóhannsson

Menningarefni

Jóhann tilnefndur til Bafta annað árið í röð

Menningarefni

Jóhann orðaður við framhald Blade Runner