Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Óska eftir þyrlu til að leita að hvítabirninum

10.07.2018 - 10:29
Mynd með færslu
 Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar fljúgi ásamt lögreglu að nýju yfir svæðið þar sem tilkynnt var um ísbjörn á Melrakkasléttu í gær. Frá þessu segir lögregla á Facebook. Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í gær og var lögregla um borð sem skimaði eftir birninum. Klukkan hálfeitt snéri þyrlan aftur til baka til Akureyrar, en ekkert hafði þá sést til dýrsins

Lögregla áréttar við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV