Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Ósáttir stjórnlagaþingsfulltrúar

11.12.2010 - 17:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Óánægja ríkir meðal fulltrúa á stjórnlagaþingi með starfsreglur þingsins. Þórhildur Þorleifsdóttir, einn þingfulltrúa, segir reglurnar draga máttinn úr þinginu. Þeim 25, sem kosin voru til stjórnlagaþings, voru um síðustu helgi kynntar starfsreglur þingsins, sem forsætisnefnd Alþingis samdi.

Þórhildur Þorleifsdóttir segir kurr meðal stjórnlagaþingmanna. Hún er sjálf mjög ósátt við reglurnar. ,,Það er verið að byggja valdapýramída sem ber í sér að geta auðveldlega valdið ágreiningi," segir Þórhildur. Þeir þrír sem kosnir verða í hverja nefnd hafi atkvæðisrétt í henni og ráði úrslitum ef ágreiningsmálum er vísað til nefndar. Því er mjög hætt við ágreiningi og átökum þegar kosið verður í nefndirnar í upphafi þings, að sögn Þórhildar, ,,ellefu fulltrúar á stjórnlagaþingi hafi völd umfram aðra". Hún ætlar að leggja til breytingar á reglunum en forsætisnefnd Alþingis verður að staðfesta allr breytingar.