Ósáttir með nýja styttu af Melaniu Trump

06.07.2019 - 21:05
Mynd: EPA / EPA
Stytta af Melaníu Trump forsetafrú sem var sett upp nærri bænum sem hún ólst upp í, í Slóveníu, hefur vakið mikla athygli.

Óhætt er að segja að það séu ekki mikil líkindi með forsetafrúnni og styttunni, sem er skorin úr tré, og veifar til þeirra sem eiga leið hjá. Kjóllinn blái er vísun í kjól sem Melanía klæddist þegar eiginmaður hennar Donald Trump sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Bandaríski listamaðurinn Brad Downey á veg og vanda að þessum gjörningi sem hefur vakið athygli um allan heim en heimamönnum þykir ekki mikið til þessa koma. Einn heimamaður segir skömm af þessu og styttan líkist miklu heldur Strympu, sögupersónu úr Strumpunum. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV