Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Örvarpið 2016 – taktu þátt í áhorfendakosningu

07.02.2017 - 13:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Örvarpið
Hér gefst lesendum RÚV.is kostur á að kjósa sína uppáhalds örvarps-mynd en sú sem flest atkvæði fær verður örmynd ársins og hlýtur Go Pro myndavél að launum. Uppskeruhátíð Örvarpsins verður haldin 28. febrúar í Bíó paradís.

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV en hún er hluti af kvikmyndahátíðinni Stockfish í ár sem er haldin dagana 23. febrúar - 5. mars. Af þeim ótal innsendingum sem bárust voru 12 valdar til sýningar á vef RÚV.

Áhorfendakosningu er lokið. Úrslit verða kynnt a verðlaunaafhendingu Stockfish laugardaginn 4. mars.  Hægt er að horfa á örmyndirnar hér.