Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Örugga kynslóðin: Viðreisn, Uppreisn og Wesen

10.03.2016 - 16:00
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV
Spjallað við Bjarna Halldór Janusson og Geir Finnson úr ungliðahreyfingu Viðreisnar. Er þetta fyrsta viðtal sem tekið hefur verið við þessa tiltölulega nýju ungliðahreyfingu. Spjallað var um stefnu flokksins, traust á unga fólkið, heilbrigðismálin og margt fleira. Einnig kom hljómsveitin Wesen í spjall ásamt því að lög úr þeirra smiðju voru spiluð.

Örugga kynslóðin

Örugga kynslóðin er fyrsti þáttur Rásar 2 sem framleiddur er sérstaklega fyrir hlaðvarp og í þeim er fjallað er sérstaklega um málefni unga fólksins. Umsjónarmenn eru Ingvar Þór Björnsson og Laufey María Jóhannsdóttir.

Hægt er að opna hlaðvarpsstraum þáttarins í RSS eða gerast áskrifandi í iTunes.

  RSS ITUNES

Kynntu þér nánar hvernig hlaðvarp virkar