Örplasti rignir yfir Lundúnabúa

29.12.2019 - 14:05
epa06727925 A London bus carries a drink advert in Oxford Street tube station in London, Britain, 11 May 2018. The Mayor of London, Sadiq Khan has announced that junk food adverts could be banned across the entire Transport for London (TfL) network. Overground, buses and bus shelters.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA
Aldrei hefur mengun af völdum örplasts verið meiri í Lundúnum og kom magn hennar vísindafólki í opna skjöldu. Mengunin er 20 sinnum meiri en í borginni Donggunan í Kína, sjö sinnum meiri en í París og nærri þrefalt meiri en í Hamburg.

Vísindafólk við Kings College í Lundúnum framkvæmdi rannsóknina og birti niðurstöður hennar í vísindaritinu Environmental Pollution.

Áhrif þess að anda að sér örplasti á heilsufar eru enn óþekkt og segja rannsakendur að brýn þörf sé á að komast til botns í því. Enn sem komið er hefur mengunin aðeins verið mæld í fjórum borgum en vísindafólk ályktar að mengun af völdum örplasts sé til staðar í öðrum borgum heims þar sem helstu mengunarvaldarnir, fatnaður og umbúðir, sé að finna um heim allan.

Alls eru framleidd um 359 milljón tonn af plasti árlega og mikið af því endar í vistkerfum víða um heim. Örplastið sem mældist í Lundúnum eru á milli 0,02 til 0,5 millimetrar að stærð og getur sest að í munnvatni og öndunarfærum við innöndun og talið er að það geti komist í lungu og blóðrás.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi