Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Örn flýgur yfir Reykjavík

30.03.2015 - 07:53
Fullorðinn haförn við Steitishvarf milli Breiðdalsvíkur og Berufjarðar. Myndina tók Yann Kolbeinsson 14. nóvember 2014.
 Mynd: Yann Kolbeinsson - RÚV
Árrisulum eldri borgara í blokk við Hæðargarð í Reykjavík brá nokkuð í morgun þegar hann leit út um gluggan og sá haförn fljúga hátt yfir. Hann segist hafa þekkt hann á stærðinni og tætingslegum endum vængjanna eins og hann orðaði það.

Í síðasta mánuði var birt mynd í Morgunblaðinu af ungum haferni á flugi í Heiðmörk. Kom þar fram að ungir ernir væru orðnir árvissir gestir á höfuðborgarsvæðinu. Þá var greint frá því í fréttum í marsbyrjun að haförn hafi gert sig heimakominn á bænum Krossi í Berufirði. 

Viðbót: 

Annar hlustandi hafði samband í gegnum rúv.is eftir fréttina og hann sá haförn hnita hringi yfir Svínadal um hálftvöleytið í gær skammt hjá Eyrarskógi. Hann segist ekki hafa séð haförn þar áður en hafi áður séð örn á flugi yfir Breiðafirði. En flug hafarnarins í gær hafi verið tignarleg sjón. 

 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV