Mynd: Ómar Ragnarsson - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.
Jarðskjálfti, 3,6 að stærð, varð í Bárðarbungu upp úr klukkan 13 í dag. Í gærmorgun varð annar skjálfti þar, 3 að stærð. Í gærkvöld varð skjálfti í Öræfajökli, 3,1 að stærð.
Jarðskjálftinn fannst víða í Öræfum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Aðeins sex jarðskjálftar af stærðinni þrír eða meira hafa orðið frá aldamótum í Öræfajökli, þar af fjórir núna á þessu ári. Þar mælast nú margir minni jarðskjálftar og eru þeir nokkrir tugir síðustu tvo sólarhringa. Þeir voru fimmtíu í síðustu viku eða helmingur allra skjálfta í Vatnajökli. Sérfræðingar Veðurstofunnar funda með almannavörnum einhvern tímann næstu daga.