Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

OR tapaði 2,3 milljörðum

22.03.2013 - 15:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2,3 milljörðum króna árið 2012 þrátt fyrir að fyrirtækið hefði skilað 14,7 milljörðum í rekstrarhagnað. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars lækkun á álverði og gengi íslensku krónunnar sem meðal annars leiddi til þess að skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækkuðu.

Rekstrartekjur OR hafa aukist um 36,6 prósent frá árinu 2010 en rekstarkostnaður dregist saman um átta prósent. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að allir þættir hins svokallaða Plans séu á áætlun ef sala eigna er undanskilin.

Sá þáttur hafi komist á skrið að undanförnu en sala Perlunnar á 950 milljónir var meðal annars staðfest á stjórnarfundi OR í dag auk þess sem forstjóri fyrirtækisins fékk  heimild stjórnar til að selja höfuðstöðvarnar á 5,1 milljarð.