Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Opið hús hjá RÚV í dag

01.10.2016 - 12:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
RÚV býður landsmönnum öllum í heimsókn í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, í dag klukkan 13 til 16:30. Starfsmenn hússins taka á móti fólki og leiða það um húsið til að kynna starfsemina.

Almenningi gefst kostur á að skoða bæði útvarps- og sjónvarpstökuver og Gestastofu RÚV. Öllum er boðið í kaffi og vöfflur og Krakkafréttir, Stundin okkar, Ævar vísindamaður og fleiri sjónvarpsstjörnur skemmta afmælisgestum.

Starfsfólk RÚV á Akureyri býður í vöfflukaffi og kynnir starfsemina í nýju húsnæði við Hólabraut, í dag klukkan 13 til 15.

 

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV