Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Opal komin til vetrardvalar í Reykjavík

09.11.2013 - 18:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Skonnortan Opal sigldi inn á sundin við Reykjavík í dag undir fullum seglum. Þetta rúmlega 60 ára skip var að koma frá Húsavík til vetrardvalar í Reykjavík, þaðan sem það verður gert út í vetur. Opal er 32 metra löng og tvímastra, með 380 fermetra seglaflöt.

Opal var byggð í Danmörku sem fiskiskip, en hefur verið endurbyggð til farþegaflutninga. Síðasta sumar var hún í siglingum um Scoresbysund á Norðaustur - Grænlandi.