Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Omar al-Bashir framseldur til Hollands

epa08211253 (FILE) - Sudan's ousted president Omar Hassan al-Bashir sits in the defendant's cage during his trial in Khartoum, Sudan, 14 December 2019 (reissued 11 February 2020). According to reports on 11 February 2020, Sudanese authorities will hand ousted president Omar al-Bashir to the International Criminal Court (ICC), where he will be facing charges of war crimes and crimes against humanity related to the war in the Darfur region.  EPA-EFE/MORWAN ALI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ráðamenn í Súdan hafa ákveðið að framselja Omar al-Bashir, fyrrverandi forseta landsins, Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Þar bíða hans réttarhöld fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni í Darfurhéraði í byrjun aldarinnar.

Al-Bashir komst til valda í Súdan árið 1989. Hann stýrði landinu með harðri hendi þar til herinn steypti honum af stóli í apríl í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar áætla að þrjú hundruð þúsund manns hafi látið lífið í ófriðinum í Darfur. Tvær og hálf milljón lenti á hrakningi.

Ráðamenn í Súdan neituðu að framselja al-Bashir eftir að honum var komið frá völdum, en kváðust ætla að rétta yfir honum fyrir glæpi sem hann framdi á valdatíma sínum. Hann var í desember síðastliðnum dæmdur í tveggja ára stofufangelsi fyrir peningaþvætti og misferli í embætti.

Hans bíður að verða dæmdur fyrir að hafa fyrirskipað dráp á andstæðingum sínum í mótmælahrinunni sem leiddi að lokum til þess að herinn kom honum frá völdum.