Ólympíuleikunum frestað

epa08318039 (FILE) - The Olympic Rings monument is illuminated at Odaiba Marine Park as the Rainbow Bridge is illuminated in rainbow colours to commemorate half a year before the opening of the Tokyo 2020 Olympic Games in Tokyo, Japan, 24 January 2020 (re-issued on 24 March 2020). The International Olympic Committee (IOC) on 24 March 2020 announced that the Tokyo 2020 Olympic Games will be postponed to 2021 due to the ongoing coronavirus COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ólympíuleikunum frestað

24.03.2020 - 12:43
Ákveðið hefur verið að fresta Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að hefjast 24. júlí í sumar. Leikarnir verði þó haldnir, en í síðasta lagi sumarið 2021. Þetta var staðfest nú rétt í þessu.

Shinizo Abe forsætisráðherra Japans óskaði eftir því við IOC, Alþjóða Ólympíunefndina í dag að leikunum yrði frestað  vegna COVID-19 og Thomas Bach forseti IOC samþykkti það samstundis. Bach sagði um helgina að IOC ætlaði sér að taka allt að fjórar vikur í að ákveða um mögulega frestun, en eftir pressu frá fjölmennum þjóðum í gær var ákveðið að taka ákvörðun um frestun strax í dag.

Nútíma Ólympíuleikar að sumri hafa farið fram á fjögurra ára fresti frá og með árinu 1896. Leikunum 1916 sem áttu að vera í Berlín var þó aflýst vegna fyrri heimstyrjaldarinnar og sömu sögu er að segja um leikana 1940 sem áttu að vera í Tókýó og 1944 sem fyrirhugaðir voru í London. Þeim leikum var aflýst vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Það verður því í fyrsta sinn sem þessi fjögurra ára Ólympíuaða verður brotin frá árinu 1896 verði niðurstaðan sú að halda leikana sumarið 2021.

Ólympíumóti fatlaðra hefur jafnframt verið frestað. Ákvörðunin er tekin til þess að allt íþróttafólkið sem keppi á leikunum geti náð sem bestum undirbúningi fyrir leikana og verið þar í sínu besta standi að því er haft er eftir Abe forsætisráðherra Japana.

Í sameiginlegri tilkynningu IOC og japanskra stjórnvalda segir að leikarnir verði haldnir í síðasta lagi sumarið 2021. Þeir verði þó kallaðir Ólympíuleikarnir 2020 í Tókýó áfram. Þó nýjar dagsetningar liggi ekki endanlega fyrir ennþá, gera flestir ráð fyrir því að leikarnir verði haldnir sumarið 2021, þó svo að það komi aðeins fram í tilkynningunni að þeir verði í síðasta lagi þá.

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Í þriðja sinn sem Ólympíuleikar í Japan eru færðir til

Ólympíuleikar

Vilja fresta HM í frjálsum til að liðka fyrir ÓL 2021

Ólympíuleikar

Gríðarlegt mál að fresta Ólympíuleikunum

Ólympíuleikar

Vilja fresta Ólympíuleikunum til 2021