Ólympíuleikarnir áfram á áætlun en frestun þó möguleiki

epa08254724 Pedestrians wearing masks walk past the emblem of the Tokyo 2020 Olympic Games displayed on a wall of Tokyo Metropolitan Government headquarters in Tokyo, Japan, 28 February 2020. Organizers of the 2020 tokyo Olympics stated that planning for the games, scheduled to begin 24 July, is going ahead as scheduled. Recently, a member of the International Olympic Committee (IOC) inferred that organizers would have until late May to make a decision in regards to whether to postpone the games, yet this deadline and general statement has been disputed by the Tokyo Organizing Committee and other members of the IOC. There have been concerns that the games will be affected by the novel coronavirus and COVID-19 outbreak.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ólympíuleikarnir áfram á áætlun en frestun þó möguleiki

03.03.2020 - 14:21
Ólympíumálaráðherra Japans segir koma til greina að seinka Ólympíuleikunum þar til síðar á árinu gerist þess þörf vegna COVID-19 veirunnar. Ráðherrann segir þó allt verða gert til þess að leikarnir geti farið fram samkvæmt áæltun, 24. júlí til 9. ágúst.

Seiko Hashimoto er Ólympíuráðherra Japana og hún fór yfir málin í japanska þinginu fyrr í dag. Þar sagði hún meðal annars að samningur IOC, Alþjóða Ólympíunefndarinnar við Tókýó snéri að því að Ólympíuleikar yrðu haldnir í Tókýó á árinu 2020. Það sé því glufa til að fresta leikunum og halda þá síðar á árinu en gert er ráð fyrir.

„Við gerum hins vegar allt sem í okkar valdi stendur til þess að leikarnir fari fram á í sumar samkvæmt áætlun,“ sagði Hashimoto. Það er hins vegar í valdi IOC að aflýsa Ólympíuleikum. Það hefur aðeins komið til þrisvar að Ólympíuleikum að sumri hafi verið aflýst frá því Ólympíuleikar nútímans voru settir á laggirnar árið 1896. Í öll þrjú skiptin kom það til vegna heimstyrjalda. Leikarnir 1916 áttu að vera í Berlín en var aflýst vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Leikarnir 1940 áttu að vera haldnir í Tókýó eins og nú, en vegna stríðs milli Japana og Kínverja sem braust út í júlí 1937 var ákveðið árið 1938 að færa leikana til Helsinki. Engir Ólympíuleikar voru þó haldnir árið 1940 því þeim var að lokum aflýst vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Sömu sögu var að segja um leikana 1944 sem fyrirhugaðir voru í London. Lundúnaborg hélt þess í stað fyrstu Ólympíuleikana eftir seinna stríð, árið 1948.

Forsvarsfólk IOC og undirbúningsnefndarinnar í Tókýó hefur endurtekið sagt að ekki sé gert ráð fyrir neinu öðru en að Ólympíuleikarnir í sumar fari fram sakmvæmt áætlun.

Japan er ekki skilgreint sem hættusvæði vegna kórónuveirunnar. 283 tilfelli hafa komið upp í Japan og hefur 43 af þeim batnað en sex látist. Þá hefur breska skemmtiferða skipið Diamond Princess staðið við bryggju í Yokohama undanfarnar vikur. Þar hafa 706 smit greinst, 100 hafa jafnað sig að fullu en sex hafa látist. Ekkert skólahald er sem stendur í Japan og þá hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða snið þeirra verið minnkað. Það er allt saman gert til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar.

Tengdar fréttir

Frjálsar

Aðeins 200 fengu að hlaupa í Tókýó-maraþoninu

Ólympíuleikar

Ólympíuleikarnir á áætlun þrátt fyrir Covid19