Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ólöf Arnalds, Mr.Silla og Radical Face...

Mynd með færslu
 Mynd: Florian Tyrkowski - Rás 2

Ólöf Arnalds, Mr.Silla og Radical Face...

31.10.2019 - 16:28

Höfundar

Iceland Airwaves fer fram dagana 6. - 9. nóvember.

Iceland Airwaves fer fram dagana 6. - 9. nóvember.

Í Konsert vikunnar heyrum við í Ólöfu Arnalds í Fríkirkjunni á Airwaves 2016, Mr. Sillu í Silfurbergi á Airwaves 2014 og bandarísku sveitinni Radical Face sem spilaði á Airwaves 2014 líka í Norðurljósum í Hörpu.

Ben Coooper heitir hann náunginn sem tók fyrir rúmum 15 árum upp listamannsnafnið Radical Face þegar hann sá auglýsingu fyrir andlitslyftingu, Radical Face lift, og ákvað að nota nafnið Radical Face. Undir því nafni hefur hann gert einar 6 stórar plötur og sú nýjasta kom út í fyrra, heitir Missing Film og inniheldur instrumental kvikmyndatónlist fyrir kvikmyndir sem eru ekki til, eða voru amk. ekki til þegar platan kom út.

Mr. Silla er listamannsnafn Sigurlaugar Gísladóttur sem hefur verið viðloðandi íslenskt tónlistarlíf um margra ára skeið. Hún dró það til ársins 2016 að senda frá sér fyrstu sólóplötuna; Mr. Silla, og svo kom önnur núna á þessu ári; Hands on hands.

Mr. Silla hefur verið áberandi í jaðarsenu íslenskrar tónlistar um árabil, frábær tónlistakona og söngkona sem hefur lagt mörgum sveitum og -listamönnum lið, ekki síst hljómsveitinni MÚM. Og þrátt fyrir að engin kæmi platan var hún löngu farin að koma fram undir nafninu Mr. Silla - og Rás 2 fékk að hljóðrita tónleikana hennar á Airwaves 2014 í Silfurbergi í Hörpu .

2016 tók Rás 2 upp tónleika Ólafar Arnalds í Fríkirkjunni sem er einn af föstu tónleikastöðunum á Airwaves. Þar er heilmikið prógramm í ár sem finna má á www.Icelandairwaves.is

Ólöf Arnalds er frábær tónlistarkona sem er búin að vera fyrirferðarmikil í músíksenunni hér á Íslandi í bráðum 20 ár. Hún var hluti af Múm og ferðaðist hingað og þangað frá árinu 2003 með þeim áður en hún sendi frá sér fyrstu sólóplötuna, og hefr í dag sent frá sér fjórar plötur. Við og Við (2007), Innundir Skinni (2010), Sudden Elevation (2013) og fjórða og nýjasta platan; Palme, kom 2014. Ólöf hefur líka unnið með BJörk, Mugison, Slowblow og Skúla Sverrissyni sem var einmitt með henni á Airwaves 2016 í Fríkirkjunni.