Öll tíðindin: Rafmagnstruflanir og víðtækar lokanir

14.02.2020 - 00:40
Rollum bjargað úr óveðri
 Mynd: Fréttir
Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á meirihluta landsins en gul viðvörun á Suðurlandi, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Rauð viðvörun var í gildi fyrr í dag.

 Veðurstofan spáir austan illviðri í nótt og fram á morgun með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Fréttastofan fylgist vel með gangi veðurhamsins og þeim áhrifum sem hann hefur á samfélög víða um land. 

Hér að neðan birtast allar nýjustu fréttir.

Veðrið skall fyrst á á Suðurlandi og þar lentu margir ferðamenn í vandræðum. Koma þurfti upp fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal á níunda tímanum á fimmtudagskvöldi. Þar voru 22 komnir í skjól fyrir miðnætti og hafði þá fjölgað úr fjórum klukkan hálf níu. 

 
solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV