Öll sex úrskurðuð í gæsluvarðhald

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað öll sex, sem handtekinn voru í tengslum við rannsókn á manndrápi í Mosfellsdal í gær, í gæsluvarðhald. Karlmennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní en konan í gæsluvarðhald til 16. júní. Lögreglan fór fram á að allt fólkið yrði í varðhaldi til 23. júní. Fólkið verður í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði.

Kl. 19:45: Fréttin var uppfærð og inn settar upplýsingar um niðurstöðu héraðsdóms.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í allan dag og hefur lögreglan meðal annars tekið skýrslu af fjölda vitna.

Reyndi að verja sig

Málsatvik eru þau, að því er fréttastofa kemst næst, að fólkið kom að heimili hins látna og óskaði eftir að ná tali af honum. Þar réðist fólkið að honum. Maðurinn reyndi að verja sig og við það flúðu einhver þeirra, að því er heimildir fréttastofu herma, en í það minnsta tveir, jafnvel fleiri urðu eftir og héldu árásinni áfram. Var hinn látni meðal annars tekinn kverkataki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skýrir bráðabirgðaniðurstaða krufningar ekki nákvæmlega hver dánarorsökin er.

Einn hinna handteknu er æskuvinur hins látna. Sá er fæddur árið 1986 og er sagður hafa sterk tengsl við skipulögð glæpasamtök. Hann hefur hlotið refsidóm, meðal annar fyrir líkamsárás.

Jón Trausti Lúthersson er fæddur árið 1976. Hann hefur hlotið nokkra refsidóma, til að mynda fyrir að ráðast inn á ristjórn DV og taka rítstjórann hálstaki. Hann hefur í fjölmiðlum sagst vera fullgildur meðlimur alþjóðaglæpasamtakanna Outlaws.

Tveir hinna handteknu eru Nabakowski bræður. Þeir eru um þrítugt en þeir áfrýjuðu ríflega tveggja og hálfsárs dómum sem féllu í febrúar til Hæstaréttar.  Dómana hlutu þeir fyrir að hleypa af skotvopnum í Breiðholti í fyrrasumar.

Fimmti maðurinn er fæddur árið 1980 og konan sem er í haldi er fædd árið 1985. Fólkið hefur allt komið við sögu lögreglu áður, fyrir misalvarleg brot.

 

larao's picture
Lára Ómarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi