Öll fjölskyldan tekur þátt í óhefðbundnu jóladagatali

20.12.2019 - 19:48
Mynd: RÚV / RÚV
Fjölskylda í Eyjafjarðarsveit setti saman nokkuð óhefðbundið jóladagatal. Í dagatalinu, sem þau birta á Facebook, kynna þau lausnir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem þau segja alla geta tileinkað sér.

„Þetta var nú bara skyndihugdetta. Það var nú ekki fyrr en að ég var búinn að svona setja hana í loftið að ég áttaði mig á að þetta yrðu þá 24 þættir sem er býsna mikið,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson.

Þrátt fyrir að börnin á heimilinu séu á öllum aldri tóku þau öll þátt í verkefninu. 

„Þau eru auðvtiað dáldið stór sumhver en það hefur nú samt tekist bara nokkuð vel að virkja þau til að vera með sko.“ segir Brynhildur Bjarnadóttir.Pabbi þeirra hefur virkja þau í allskonar svona sprell með sér áður“ segir Brynhildur Bjarnadóttir.

 „Það eru þarna, þó ég segi sjálfur frá, fróðlegar lausnir og svona fróðleikur sem að ég held að margir gætu tileinkað sér,“ segir Sigurður.

Myndböndin hafa vakið mikla athygli og að sögn Sigurðar og Brynhildar hafa fjölmargir tileinkað sér hugmyndir þeirra.

„Þetta hefur bara gengið vel, það hefur ekki verið nein gríðarleg vinna á bakvið þetta en bara búið að ganga mjög vel,“ segja krakkarnir Valdís, Katrín Sindri og Sölvi.

Fannst ykkur þetta skemmtilegt?

Já, mjög skemmtilegt sko, já þetta er áhugavert“

Hvað segja jafnaldar ykkar við þessum myndböndum. Fáið þið einhver viðbrögð í skólanum?

Jú jú það eru alveg margir sem hafa horft á þetta í einhverjum skólum og notað þetta kannski sem eitthvað kennsluefni“ segja þau.

 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV
Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi