Ölgerðin mun fækka starfsmönnum sínum um 25, þvert á öll svið fyrirtækisins, segir í frétt á heimasíðu Ölgerðarinnar. Ástæðan sé einföldun í rekstri þar sem hluta lagerstarfsemi og dreifingar verði útvistað. Hluta starfsmannanna bjóðist að taka við störfum í tengslum við útvistunina.