Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ólafur sigurvegari

01.07.2012 - 07:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Ólafur Ragnar Grímsson er sigurvegari forsetakosninganna. Samkvæmt lokatölum sem bárust um kl. 7:30 var Ólafur með tæplega 53% atkvæða, Þóra Arnórsdóttir með rúm 33%, Ari Trausti Guðmundsson tæp 9%, Herdís Þorgeirsdóttir tæp 3%, Andrea Ólafsdóttir tæp 2% og Hannes Bjarnason tæpt 1%

Um klukkan hálfátta höfðu lokatölur borist úr öllum kjördæmum og var heildarkjörsókn 69%. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var kjörsóknin tæp 67% en tæp 69% í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í Suðurkjördæmi var kjörsóknin rúm 68%, í Norðausturkjördæmi slétt 72%, í Suðvesturkjördæmi tæp 70% og í Norvesturkjördæmi tæp 72%.

Stærstur var sigur Ólafur Ragnars í Suðurkjördæmi, þar sem hann hlaut tæp 64% atkvæða, en Þóra Arnórsdóttir tæp 24%.

Þetta er í þriðja skipti í sögu lýðveldisins sem sitjandi forseti fær mótframboð. Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, benti á það á kosningavöku RÚV að mótframboðið nú hefði verið mun sterkara en áður. Árið 1988 fékk Vigdís Finnbogadóttir 95% atkvæða og Ólafur Ragnar fékk 86% gildra atkvæða árið 2004 þegar Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson buðu sig fram gegn honum.

Hægt er að nálgast allar tölur á kosningavef RÚV.