Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ólafur Örn, Rage Against the Machine og U2

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Ólafur Örn, Rage Against the Machine og U2

03.01.2020 - 19:07

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Örn Ólafsson framreiðslumeistari og sjónvarpsmaður. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Rage Against the Machine, fyrsta plata samnefndrar sveitar sem kom út 3. nóvember 1992 á vegum Epic útgáfunnar.

Platan náði hæst í 45. Sæti bandaríska vinsældalistans skömmu eftir að hún kom út, en hefur í seinni tíð skipað sér sess sem ein merkasta plata rokksögunnar.

Umslagið prýðir mögnuð ljósmynd af víetnömskum búdda-munki sem kveikti í sér í mótmælaskini í Saigon árið 1963. Munkurinn Thích Quảng Đức var með andófi sínu að mótmæla afskiptum þáverandi forseta Víetnam, Ngô Đình Diệm's, af búddismanum í landinu. Ljósmyndarinn Malcolm Browne hjá Associated Press tók myndina sem fór um allan heim og varð til þess að John F. Kennedy bandaríkjaforseti hætti stuðningi við stjórn Ngô Đình Diệm. Önnur mynd sem tekin var við sama tækifæri var valin fréttamaynd ársins 1963.

Á plötunni er blandað saman hörðu rokki og rappi í fyrsta skipti þannig að það vakti athygli um allan heim. Þessi plata breytti mjög miklu, en það var ekki allt gott sem fylgdi í kjölfarið.

Platan er ramm-pólitísk og inniheldur m.a. lagið Killing in the name of sem er eitt magnaðasta lag kynslóðar sem var að slíta barnsskónum á þessum árum.

Sveitin kom til íslands þegar hún var sjóðheit að fylgja þessari plötu eftir, spilaði í Kaplakrika í Hafnarfirði 12. Júní ´93 og vinsælasta hljómsveit landsins þá, Jet Black Joe, hitaði upp.

Klukkan tíu steig Rage Against the Machine á svið. Á þeim tímapunkti var hitinn í salnum orðinn óbærilegur og loftræstikerfið réði ekki við neitt. Ösin var mikil og margir ölvaðir unglingar á staðnum. Svitinn beinlínis lak af veggjum hallarinnar. Þegar hljómsveitin hóf prógrammið með Take the Power Back, varð allt brjálað.

Gæslan á svæðinu átti í stökustu erfiðleikum með að halda tónleikagestum á sínum stöðum því að margir vildu príla upp á svið til hljómsveitarinnar. Einum tókst það og fór söngvarinn Zach de la Rocha fram á að honum yrði leyft að vera uppi og dansaði hann þá með sveitinni.
Zach var heldur ekkert að reyna að róa Krikann niður heldur messaði yfir lýðnum um þann hrylling sem Bandaríkjastjórn hafði framið í Persaflóa. Ungmennin hoppuðu og enginn fór vonsvikinn heim.

Hljómsveitin hefur verið starfandi af og til síðastu ár og núna í nóvember var sagt frá því að fyrstu tónleikar Rage Against the Machine í 9 ár yrðu núna árið 2020, en sveitin er verður t.d. eitt af aðalnúmerum Coachella hátíðarinnar í Kaliforníu í ár.. Hugsanlega spilar sveitin eitthvað meira líka.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20.

Hér er lagalistinn:
Kaleo - Glass house
Nick Cave & The Bad Seeds - Bring it on
U2 - I will follow
Girlchool - Race with the devil
Black Sabbath - Heaven and hell
Metallica - Atlas! Rise!
Rage Against the Machine - Take the power back (plata þáttarins)
VINUR ÞÁTTARINS
Roy Buchanan - Peter Gunn
SÍMATÍMI
Meatloaf - Bat out of Hell
Lamb of God - Grace (óskalag)
Skálmöld - Með jötnum (óskalag)
King Crimson - Heroes (óskalag)
Rage Against The Machine - Bombtrack (plata þáttarins)
Iggy Pop - Bang bang (óskalag)
GESTUR FUZZ - Ólafur Örn Ólafsson með uppáhalds ROKKplötuna
Happy Mondays - Step on
ÓLAFUR II
U2 - Where the streets have no name
ÓLAFUR III
U2 - Mothers of the disappeared
Jon Spencer Blues Explosion - Bellbottoms
Jack White - Sixteen saltines
Stephen Stills - Go back home
Guns´n Roses - Live and let die (óskalag)
Rage Against the Machine - Freedom (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Tónlist

Gummi Jóns - U2 og Queen

Tónlist

Davíð Þór, Stranglers og Kiss

Tónlist

Hera Björk, Whitesnake, Televison og Jimi Hendrix

Tónlist

Hallur Ingólfs - Led Zeppelin, The Who og Slade