Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Okkur langar ekkert heim“

Mynd: EPA / RÚV

„Okkur langar ekkert heim“

26.06.2018 - 20:46
Aron Einar Gunnarsson var eðlilega frekar svekktur þegar ljóst var að HM-ævintýri íslenska landsliðsins væri lokið. Fyrirliðinn virkaði klökkur er hann ræddi við Eddu Sif Pálsdóttur að leik loknum.

„Við vildum gefa allt í þetta og það er hægt að segja að við höfum gert það. Við skildum allt eftir á vellinum. Það fóru flott færi forgörðum í dag, við hefðum getað klárað þennan leik sem er svekkjandi en ég er gífurlega stoltur af strákunum og öllum í kringum þetta. Er búið að vera frábært,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson aðspurður út í tilfinningar sínar eftir svekkjandi 2-1 tap gegn Króatíu nú fyrr í kvöld.

Fyrirliðinn hélt áfram; „Bara svekkjandi, svekkjandi að vera búinn. Okkur langar ekkert heim, það er bara spurning um að vera eftir hérna.“

Þá ræddi Aron Einar þá tilfinningu að spila á HM en lengi vel leit út fyrir að hann myndi ekki ná HM. Jafnframt ræddi hann liðið sjálft, liðsheildina og möguleika Íslands á að komast á næsta Evrópumót.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Vorum rosalega nálægt þessu í lokin“

Fótbolti

„Get ekki verið stoltari af strákunum“

Fótbolti

Grátlegt tap og Ísland er úr leik