Ögmundur með 53 prósent atkvæða

Mynd með færslu
 Mynd:
Ögmundur Jónasson leiðir lista VG í Suðvesturkjördæmi en úrslit í forvali flokksins voru kynnt á níunda tímanum í kvöld. Ögmundur var með 261 atkvæði en Ólafur Þór Gunnarsson, sem sóttist einnig eftir að leiða flokkinn í kjördæminu, varð í öðru sæti með 234 atkvæði í 1.-2. sætið.

VG er með tvo þingmenn í kjördæminu en samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups fengju þeir  einn.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir fékk í forvalinu 234 atkvæði  og er í þriðja sæti en hún sóttist eftir öðru sæti. Margrét Pétursdóttir fékk 295 atkvæði í fjórða sætið og í fimmta og sjötta sætinu voru þau Guðbjörg Sveinsdóttir og Garðar H. Guðjónsson.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi