Ófærð snýr aftur í haust

Mynd: Ófærð / RÚV

Ófærð snýr aftur í haust

25.12.2017 - 12:45

Höfundar

Önnur þáttaröð Ófærðar verður frumsýnd á RÚV haustið 2018. Fyrsta þáttaröðin, sem sýnd var í byrjun árs 2016, hlaut almenna hylli víða um heim, var lofuð af gagnrýnendum og má ætla að vel á annan tug milljóna hafi horft á hana.

Hér fyrir ofan má sjá fyrsta brotið úr nýrri þáttaröð Ófærðar.

Hörmungar, dauði og skelfing

Önnur þáttaröðin er líkt og sú fyrri að mestu tekin upp á Siglufirði en tökur hófust þar í október. „Við förum kannski aðeins um víðari völl heldur en bara þennan bæ. Förum dálítið upp í sveitir í nágrenninu. Og dálítil Íslandssaga sem við erum að fara að sjá,“ sagði Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur Ófærðar í viðtali við fréttastofu RÚV í haust. „Og nóg af hörmungum, dauða og skelfingu.“

 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

„Nóg af hörmungum, dauða og skelfingu“