Of Monster and Men hefur verið á stífu tónleikaferðlagi um Bandaríkin frá því platan kom en hún heldur brátt yfir Atlantshafið til Bretlands og leikur svo á heimavelli á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Fever Dream sem kom út í sumar er þriðja platan með Of Monsters and Men sem kemst á Billboard topp tíu listann yfir söluhæstu/mest streymdu breiðskífur í Bandaríkjunum. Hún hefur hlotið ágætis dóma gagnrýndanda; meðal annars fjórar stjörnur frá Allmusic og Q-tímaritinu. Alligator komst svo í efsta sæti „Alternative“-lista Billboard 13. júlí.