Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ódýrt kaffi, gull og gersemar í boði trölla

Mynd: Halla Harðardóttir / Halla Harðardóttir

Ódýrt kaffi, gull og gersemar í boði trölla

23.10.2017 - 17:52

Höfundar

„Okkur finnst miklu betra að sitja og drekka kaffi og sódavatn til að horfa á góða list og fá hugmyndir,“ segir myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson sem sýnir ný verk í gallerí i8.

„Að standa á gráu steinsteypugólfi, horfa á konsept list og reyna að skilja hvað það þýðir og svo skilur maður ekki neitt, er svo erfitt. Það er næstum því eins og það sé verið að refsa manni. Það er miklu betra að geta bara sest hérna, fengið kaffi og sódavatn og slakað aðeins á og fengið góðar hugmyndir,“ segir listamaðurinn Egill Sæbjörnsson og sýpur á kaffi úr gylltum bolla við gyllt borð sem stendur á himinbláu teppi í gallerí i8 við Tryggvagötu í Reykjavík. Þegar Egill talar um „okkur“ á hann við sjálfan sig og samstarfsmenn sína, tröllin Ugh og Boogar.

Processed with VSCO with kp2 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Einn af skartgripunum sem tröllin Ugh og Boogar hafa hannað í samvinnu við Egil.

Tröllin hafa verið hluti af lífi Egils í tæp tíu ár en það var ekki fyrr en árið 2013 sem þau myndgerðust í listsköpun hans. Þegar þau svo fengu af því fregnir að Egill myndi fara fyrir Íslands hönd til Feneyja ákváðu þau að brjóta sér leið inn í þá undirbúningsvinnu. Mánuði fyrir opnun íslenska skálans yfirgáfu þau vinnustofu Egils í Berlín og fluttu sig yfir til Feneyja, í fimm skrefum á fimm sekúndum, og tóku þátt í listaveislunni, án þess þó að hafa nokkuð vit á list.

Processed with VSCO with kp1 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Ugh og Boogar gera ekki upp á milli efna, og þrátt fyrir að vera mjög hrifnir af gulli þá nota þeir líka steipu, gler og hverskyns steina.

Og nú hafa tröllin, sem eru víst óvenju glysgjörn, tekið upp á því að búa til forláta skartgripi sem  hægt er að berja augum þessa dagana í gallerí i8. Það er óhætt að mæla með því að setjast þar niður á bláan bekk með gullbolla í hönd og láta hugann reika. Tónlistina í lok viðtals gerði Egill í samstarfi við tröllin og verður hún gefin út af Mengi á næstu dögum.

Processed with VSCO with kp1 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Egill fær sér kaffi úr gullbolla sem tröllin bjuggu til fyrir sýninguna.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Egill óskar eftir „nýjum karakterum“

Myndlist

Egill Sæbjörnsson tröllríður Feneyjum

Myndlist

Egill Sæbjörnsson hannar tröllailmvatn

Myndlist

Listræn stjórn íslenska skálans í tröllahöndum