Á sýningunni má sjá brot úr dagbókum Siggu þegar hún var unglingur, uppköst úr bókinni og fjöldann allan af nafnlausum spurningum frá unglingum úr kynfræðslu eins og hver er vinsælasta kynlífsstellingin?
KynVera er dagbók persónunnar Veru sem að er komin í nýjan og kynferðislega opinskáan vinahóp. Sjálf er hún svolítið græn og er mikið að læra með því að prófa sig áfram.
Sigga segir vinna upp úr eigin unglingsárum en hún hefur komist að því að þrátt fyrir að það sé svolítið síðan að hún var unglingur sé enn að finna ákveðinn samhljóm í þeirri upplifun og því sem að unglingar ganga í gegnum í dag. „Mér fannst bara vanta öðruvísi nálgun á kynlíf, ég vildi samt að þetta fengi að vera mannlegt líka og sýni hvernig maður þarf stundum að fikra sig áfram.“