Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Öðrum bróðurnum sleppt úr haldi

31.03.2018 - 21:02
Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Öðrum bróðurnum sem hafa verið í haldi lögreglunnar á Suðurlandi síðan í morgun vegna andláts á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglan fór fram á að hinn bróðirinn sæti gæsluvarðhaldi til mánudagsins níunda apríl vegna rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfuna seint í kvöld.