Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur bendir á sóunina sem þessu fylgir því að líkindum þurfa ekki næstum allir á því að halda sem þeir kaupa. Hann nefnir ótrúlegar sölutölur frá Svarta föstudeginum í fyrra en þann eina dag keyptu Bandaríkjamenn fyrir sextíu milljarða dollara.
Stefán ber þessa kauphegðun saman við það sem gerist hjá Íslendingum. Hann kemst að því að við séum litlu betri en þeir vestanhafs, miðað við sögur af kapphlaupi eftir tilteknum sófaborðum og eftirsóttum vösum hérlendis.
Samfélagið fimmtudaginn 27. nóvember 2014