Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Óbreytt ástand við Heklu

27.03.2013 - 07:09
Hamfarir · Innlent · Hekla · Suðurland
Mynd með færslu
 Mynd:
Óbreytt ástand er við Heklu, en almannavarnir tilkynntu laust fyrir hádegi í gær óvissustig vegna óvenjulegra jarðhræringa við fjallið undanfarnar tvær vikur.

Ekki eru nein sjáanleg merki um að eldgosi sé í aðsigi, en jarðhræringar urðu til þess að Veðurstofan breytti eftirlitsstigi vegna flugumferðar úr grænu í gult. Það þýðir aukið eftirlit og fólk er varað við ferðum á Heklu.