Obama þurfti að fara bil beggja

Mynd með færslu
 Mynd:

Obama þurfti að fara bil beggja

23.06.2014 - 15:18
Í byrjun mánaðarins kynnti Barrack Obama Bandaríkjaforseti reglugerð þar sem kveðið er á um, að orkuverum í Bandaríkjunum er gert skylt að draga úr kolefnislosun um 30% fyrir árið 2030. Reglugerðin gengur ekki í gildi fyrr en árið 2020 en engu að síður hefur hún vakið hörð viðbrögð.

Þau viðbrögð koma einkum frá fólki í ríkjum þar sem atvinnulífið byggir mikið á kolum. Stór hluti orkuframleiðslunnar í Bandaríkjunum verður til með brennslu kola en henni fylgir mikil kolefnislosun. Ýmsir sem áhyggjur hafa af loftslagsmálum, hafa velt fyrir sér hvers vegna Obama gefur svo rúman tíma, og eins að viðmiðunarárið er 2005, en þá var kolefnislosun með mesta móti í Bandaríkjunum. 

Stefán Gíslason fjallar um Obama og loftslagsmálin í Sjónmáli í dag, og hann telur að ákvörðun forsetans beri þess merki að hann hafi þurft að sigla milli skers og báru. 

Sjónmál mánudaginn 23. júní 2014