Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Nýtt myndskeið af umbrotunum í Holuhrauni

24.11.2014 - 20:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Ekkert lát er á eldsumbrotum í Holuhrauni og jarðskjálftavirkni Bárðarbungu er enn mikil. Tveir jarðskjálftar yfir fimm að stærð hafa mælst þar síðan í gær; einn mældist 5,1 í gærmorgun og annar mældist 5,4 í morgun.

Fyrstu niðurstöður frá nýjum jarðskjálftamæli sem settur var á Bárðarbungu fyrir tveimur vikum benda til þess að grynnra sé niður á kviku á svæðinu en áður var talið.

Meðfylgjandi myndskeið af eldgosinu tók Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason. Myndirnar voru sýndar í Kastljósi í kvöld.