Nýtt framboð í Kópavogi

Salurinn, sérhannaður tónleikasalur í Kópavogi.
Mynd úr safni. Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Nýtt framboð sem nefnist Fyrir Kópavog ætlar að bjóða fram í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ómar Stefánsson leiðir listann. Hann er fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi. Hann lét af því embætti eftir kosningar árið 2014 og sagði sig úr flokknum.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að á listanum sé fjölbreyttur hópur fólks sem áhugasamt er um að setja aftur kraft í Kópavog. Meðal helstu áherslumála eru menntamál, húsnæðismál, viðhald mannvirkja, gatna og göngustíga og bætt sumarþjónusta leikskóla.

Eftirtaldir frambjóðendur skipa sex efstu sætin á listanum:

1. Ómar Stefánsson, forstöðumaður.

2. Jóna Guðrún Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur.

3. Rebekka Þurý Pétursdóttir, framhaldsskólanemi.

4. Hlynur Helgason, alþjóðahagfræðingur.

5. Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri.

6. Guðjón Már Sveinsson, þjónustufulltrúi.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi