Nýtni er lykilorðið

Mynd: Stougard / Wikimedia Commons

Nýtni er lykilorðið

27.04.2015 - 16:51

Höfundar

Hugtakið hringrásarhagkerfi hefur ekki verið lengi í notkun, en það er skylt ýmsum öðrum hugtökum sem eru kunnuglegri, svo sem sjáfbærr þróun og græna hagkerfinu. Hringrásarhagkerfið líkir eftir hringrás náttúrunnar og því ef til vill eina hagkerfið sem gengur til lengdar.

Á vegum Evrópusambandsins hefur verið unnin tillaga um hvernig færa mætti hagkerfi Evrópulanda í þessa átt. 

Lykilorð hringrásarhagkerfisins er nýtni og nýlega kom út skýrsla Rómarklúbbsins þar sem fram kemur að hægt væri að fjölga störfum mjög verulega með því að þróa hagkerfið í þessa veru.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur skýrir hringrásarhagkerfið í Samfélaginu í dag.