Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Nýr varaformaður VG í haust

Mynd með færslu
 Mynd:
Edward Hákon Huijbens varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tilkynnti í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í Grand hóteli að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á landsfundi flokksins í haust.

Hann flytur utan til Hollands í næstu viku og tekur við stöðu prófessors við háskóla þar. Hann ætlar þó að sinna varaformannsstarfinu til hausts og vera með annan fótinn hér á landi. Hann hefur verið búsettur á Akureyri og fjölskylda hans flytur þaðan til Hollands í haust. 
Flokksráðsfundi Vinstri grænna lýkur í kvöld en á morgun 9. febrúar verður afmælishátíðardagskrá þar sem margir erlendir gestir flytja ávarp.