Nýr þróunarstjóri 365 miðla

04.03.2013 - 21:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýr framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Svanur Valgeirsson, hefur verið ráðinn til 365 miðla. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur séð um verkefni á því sviði frá því í janúar.

Ari Edwald, forstjóri fyrirtækisins, sendi tölvupóst þessa efnis til starfsmanna sinna í dag. Ari sagði í samtali við fréttastofu í kvöld, að hlutverk Jóns Ásgeirs breyttist lítið við þetta, hann yrði eftir sem áður ráðgjafi stjórnar félagsins. Ákveðið hefði verið að ráða Svan sem forstöðumann þróunarsviðs í fullt starf vegna aukinna umsvifa. Hann hefur meðal annars gegnt stöðu starfsmannastjóra hjá Bónus.