Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Nýir stúdentagarðar HÍ

17.02.2012 - 11:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Formlegar framkvæmdir við nýja stúdentagarða við Háskóla Íslands, hefjast í dag þegar fyrsta skóflustungan verður tekin. Stúdentagarðarnir verða á gatnamótum Oddagötu, Sturlugötu og Sæmundargötu í Reykjavík.

Verkefnið er stærsta byggingaframkvæmd á höfuðborgarsvæðinu frá haustinu 2008. Byggja á fjögur hús, alls um tólf þúsund fermetra, með tæplega 300 íbúðum fyrir pör og einstaklinga. Kostnaður við framkvæmdina er metinn á þrjá milljarða króna.