Nýi seðillinn kemur í vor

17.02.2013 - 17:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Hönnun nýs 10 þúsund króna seðils er lokið og verður hann settur í umferð á þessu ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að fyrstu seðlarnir komi til landsins í vor, um svipað leyti og lóan, sem kemur við sögu á seðlinum.

Þá þurfi að nota seðilinn til að stilla af allskonar seðlavélar í landinu og hann reiknar með að hann verði settur í notkun síðla vors eða síðsumars.

Kristín Þorkelsdóttir, myndlistarmaður og grafískur hönnuður, sem hannað hefur alla íslenska peningaseðla frá gjaldmiðilsbreytingu árið 1981, sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að senda hönnun hins nýja seðils til prentsmiðju í Englandi. Seðillinn verður helgaður Jónasi Hallgrímssyni, náttúrufræðingi og skáldi.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi