Ný sýn sigraði í Vesturbyggð

Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð sjávarútvegur fystihús fiskvinnsla atvinna höfnin bryggja bátar bátur skip
 Mynd: Jóhannes Jónsson
Ný sýn fékk 54,3% atkvæða í Vesturbyggð og fjóra menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir 45,7% og þrjá menn. Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir sem voru einir í framboði fyrir fjórum árum töpuðu því meirihluta sínum.

 

N-listi Nýrrar sýnar fékk 298 atkvæði og 4 menn. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk 251 atkvæði á 3 menn. 21 atkvæðaseðill var auður og 3 ógildir.

Fyrir Nýja sýn náðu kjöri Iða Marsibil Jónsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Jón Árnason. Fyrir D-lista náðu kjöri Friðbjörg Matthíasdóttir, Ásgeir Sveinsson og Magnús Jónsson.

 

 

Kjörsókn var 82,2%. Alls kusu 574, þar af 130 utan kjörfundar. Fyrir fjórum árum var sjálfkjörið í sveitarfélaginu.

 

 

 

Björn Friðrik Brynjólfsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi