Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ný smit í Taílandi, Singapúr og Malasíu

04.02.2020 - 13:27
Erlent · Asía · Kína · Kórónaveiran · Malasía · Singapúr · Taíland
epa08191527 A worker wearing a protective mask sprays disinfectant inside the U-Tapao International Airport in Ban Chang, Rayong province, Thailand, 04 February 2020. Thailand is scheduled to evacuate more than 100 Thai nationals from Wuhan on 04 February, and will remain quarantined for two weeks to prevent the spread of the novel coronavirus should any of them be infected. Thailand has reported at least 19 cases of the novel coronavirus, which originated in the Chinese city of Wuhan. The virus has killed at least 425 people with over 20,000 being infected, mainly in China.  EPA-EFE/DIEGO AZUBEL
Flugvallarstarfsmenn í Taílandi við sótthreinsun vegna kórónaveirunnar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þrjú Asíuríki staðfestu í dag ný tilfelli kórónaveirusýkingarinnar sem kennd er við Wuhan í Kína, en veiran hefur nú greinst í meira en tuttugu löndum.

Yfirvöld í Taílandi greindu í morgun frá sex nýjum tilfellum, sem væru alls orðin 25 þar í landi. Einnig greindust sex ný tilfelli í Singapúr, en þar hafa nú 24 smitast.

Þá hafa alls tíu greinst smitaðir af veirunni í Malasíu. Einn þeirra heimamaður, hinir allir kínverskir ríkisborgarar. Hátt í 430 hafa nú látist af völdum kórónaveirunnar, allir nema tveir á meginlandi Kína. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir enn ekki hægt að skilgreina útbreiðslu verunnar sem alheimsfaraldur.