Ný skjálftahrina í Eyjafjarðarál

20.09.2012 - 09:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Jaðskjálfti 4,1 að stærð varð 26,1 kílómetra norðnorðastur af Siglufirði rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Skjálftinn fannst vel á Siglufirði. Fimmtán mínútum áður fundust tveir minni skjálftar, 3,3 og 3,5 að stærð.

Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni segir skjálftana vera framhald af skjálftavirkni sem verið hefur á svæðinu undanfarna daga. Ekki sé ástæða til að óttast, en fygst sé vel með svæðinu. 

Jarðskjálfti 4,3 að stærð varð í Eyjafjarðarál 25 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði klukkan átta í gærmorgun og annar hálftíma síðar. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi