Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ný gerð hraðamyndavéla í Hvalfjarðargöngum

07.10.2019 - 08:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vegagerðin hyggst setja upp nýjar hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum á næsta ári. Þetta verða svokallaðar meðalhraðamyndavélar, sem mæla hraðann á meðal ekið er nokkra vegalengd, að því er Skessuhorn greinir frá.

Skynjarar eru í myndavélunum og er sá tími mældur er tekur að aka á milli vélanna. Þegar slíkum myndavélum er beitt við umferðareftirlit geta bílstjórar ekki lækkað hraðann rétt á meðan ekið er fram hjá myndvél til að sleppa við sekt og hækkað hann síðan aftur. Talið er að myndavélarnar kosti ekki undir fimmtíu milljónum króna. Skessuhorn greinir jafnframt frá því að búið sé að taka frá fjármagn til að greiða fyrir myndavélarnar.  

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir