Núðlufyrirtæki hagnast á velgengni Sníkjudýra

epa08208216 Bong Joon Ho poses in the press room with the Oscar for Best Directing and Best International Feature Film for 'Parasite' during the 92nd annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 09 February 2020. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/DAVID SWANSON
 Mynd: epa

Núðlufyrirtæki hagnast á velgengni Sníkjudýra

14.02.2020 - 16:18

Höfundar

Það er ekki bara aðstandendur suður-kóresku kvikmyndarinnar Parasite sem hagnast á velgengni hennar. Hlutabréf fyrirtækis sem sérhæfir sig í framleiðslu núðlurétta hefur hækkað verulega í verði frá því að kvikmyndin fékk fern Óskarsverðlaun á sunnudag.

Kvikmyndin Parasite kom, sá og sigraði á Óskarsverðlaunahátíðinni, og varð óvænt stóri sigurvegari kvöldsins.

Síðan þá hafa hlutabréf í fyrirtækinu sem framleiðir myndina, Barunson E&A, hækkað um rúmlega 90 prósent. Og bréf dreifingarfyrirtækisins, CJ ENM, hafa hækkað um tæp 5 prósent.

En það eru ekki bara fyrirtæki sem koma að myndinni sem græða. Í myndinni sést ráðskona hinnar auðugu Park-fjölskyldu reiða fram tvo núðlurétti. Í báðum tilfellum voru þetta skyndiréttir frá þekktum suður-kóreskum matvælaframleiðanda, Nongshim. Stjórnendur fyrirtækisins voru snöggir að eygja sóknarfæri í gegnum velgengni myndarinnar, þeir hafa nú gefið út leiðbeiningar á YouTube um hvernig á að laga ram-don, annan réttanna sem borinn er fram í myndinni. Hægt er að skoða myndbandið á 11 tungumálum. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið kipp á síðustu dögum og hækkað um 11 prósent. Þar að auki hefur fyrirtækið blásið til sóknar í Bandaríkjunum og verða vörur fyrirtækisins seldar í risakeðjunum Costco og Walmart.