Norsku konungshjónin í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Sølve Sundsbø - Norska hirðin

Norsku konungshjónin í sóttkví

12.03.2020 - 17:09

Höfundar

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning eru komin í sóttkví. Þau voru nýlega í opinberri heimsókn í Jórdaníu. Þar voru einnig Ine Marie Eriksen Søreide utanríkisráðherra og Iselin Nybø viðskiptaráðherra sem einnig eru í sóttkví, samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins. Norsk stjórnvöld tilkynntu í dag að allir sem komið hafa heim frá útlöndum eftir 26. febrúar þyrftu að fara í sóttkví af öryggisástæðum. Norrænu ríkin voru þar þó undanskilin.

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Norska konungsfjölskyldan aflýsir embættisverkum