Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Nornabaugar við Geldingafell

16.09.2014 - 15:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til í mosa þegar þræðir svepps undir mosanum valda því að mosinn vex illa eða drepst. Þannig verður til hringur af dauðum eða sölnuðum mosa í mosabreiðunni.

Myndir náðust af Nornabaugum við Geldingafell milli Eyjabakkajökuls á Sauðrárvatns en myndirnar tók bóndi í smalamennsku.  Hann grunaði að þetta gætu verið skemmdir í mosa af völdum brennisteinsmengunar frá Holuhrauni.

Fréttastofa bar myndirnar undir Sigurð H. Magnússon, gróðurvistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, og staðfesti hann að um nornabauga væri að ræða en ekki skemmdir vegna mengunar. Engar vísbendingar hafa borist um gróðurskemmdir af hennar völdum. 

Lesa má um nornabauga á Vísindavefnum.