
Norðurlönd starfi saman í loftslagsmálum
Auk þess segja fræðimennirnir að samstilla þurfi stefnumótun landanna á milli og einnig hvað varðar samskipti við önnur ríki hvað varðar málaflokkinn.
Þetta segir í nýju riti Norrænu ráðherranefndarinnar, Climate Policies in the Nordics. Það er skrifað af 12 norrænum fræðimönnum á sviði loftslagsmála og undir stjórn fulltrúa norrænna fjármálaráðuneyta. Þetta er í 11. skipti sem ritið er gefið út.
Samanlögð losun Norðurlanda á gróðurhúsalofttegundum er innan við 0,5% af heildarlosun á heimsvísu.
Norðurlöndin hafa sérstakt forskot í nýsköpun sem nýta má um allan heim, sem „kann að reynast vera stærsta einstaka framlag Norðurlandanna til loftslagsmála á heimsvísu,“ að því segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu í London fyrr í mánuðinum þar sem hún sagði alþjóðlega samvinnu grundvöll aðgerða gegn loftslagsbreytingum enda standi heiminum mikil vá fyrir dyrum.