Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Norðurljós yfir suðvesturhorninu

28.08.2015 - 00:27
Mynd með færslu
 Mynd: Guðlaugur Steinarr Gíslason
Norðurljósin stigu sinn fyrsta dans á næturhimni íbúa suðvesturhorns landsins þetta haustið. Samkvæmt Veðurstofu Íslands er um talsverða virkni að ræða og eru líkur á að virkni þeirra verði minni næstu daga. Guðlaugur Steinarr Gíslason náði þessari fallegu mynd af frumsýningu norðurljósanna í haust.

Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að fylgjast með skýjahuluspá viku fram í tímann og norðurljósaspá nokkra daga fram í tímann. Norðurljósin eru virk allan ársins hring en sjást einfaldlega ekki nema nægt myrkur sé til og léttskýjað. Margvíslegar upplýsingar má finna um norðurljósin á vef Veðurstofunnar.

Á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins má sjá myndband sem tekið var upp í kvöld við Hótel Rangá.

 

Northern lights seen from Hotel Ranga August 27 2015

Vá! Í kvöld var glæsilegasta norðurljósasýning sem orðið hefur um árabil. Þetta myndskeið var tekið rétt í þessu frá Hotel Rangá. Myndskeiðið er óunnið og sýnt í rauntíma. Munið að smella á HD!! Video of the aurora borealis as seen from Hotel Rangá in Iceland August 27, 2015. The video has not been processed and is in real-time. Remember to click HD!!

Posted by Stjörnufræðivefurinn on 27. ágúst 2015

Vá! Í kvöld var glæsilegasta norðurljósasýning sem orðið hefur um árabil. Þetta myndskeið var tekið rétt í þessu frá...

Posted by Stjörnufræðivefurinn on 27. ágúst 2015
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV