Norðurlandamót í eldsmíði

Mynd með færslu
 Mynd:

Norðurlandamót í eldsmíði

18.08.2013 - 21:12
Norðurlandamót í eldsmíði var í fyrsta skiptið haldið á Íslandi um helgina. Sænsk kona varði titillinn sem besti eldsmiðurinn á Norðurlöndum.

Eldsmiðjan var reist á aðeins sex vikum á safnasvæðinu á Akranesi. Þótt hún sé ekki ýkja stór kepptu þar allt frá fjórum eldsmiðum í senn upp í tólf - ásamt aðstoðarmönnum og forvitnu sjónvarpsfólki. 

Í gær var liðakeppni þar sem byrjað var með sveran tein og markmiðið var að lengja hann sem mest. Íslendingar urðu hlutskarpastir. 

Þá var keppt í þremur flokkum í einstaklingskeppni, opnum flokki, flokki sveina og svo meistara.

Verkefnið var að smíða stól með frjálsri aðferð. Meðal annars var dæmt út frá tækni, áferð, listfengi og notagildi. Einnig var hægt að krækja sér í aukastig með því að vera snöggur að smíða og ef smíðin var flókin.

Norðmaðurinn Torbjörn Malm vann í sveinaflokki og í flokki meistara varði hin sænska Therese Engdahl titil sinn sem besti eldsmiður á Norðurlöndum.