Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Norður-Makedónía á leið inn í NATO

18.03.2020 - 08:54
epa07622013 NATO Secretary General Jens Stoltenberg arrives at a press conference in Skopje, North Macedonia, 03 June 2019. Stoltenberg is on a two-day official visit to North Macedonia, which is expected to become the next country to join the North Atlantic Treaty Organization (NATO).  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í Skopje í fyrra. Í baksýn eru fánar Norður-Makedóníu og NATO. Mynd: EPA-EFE - EPA
Í gær var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir aðild Norður-Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu þegar efri deild spænska þingsins lagði blessun sína yfir inngöngu landsins í NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti yfir ánægju með niðurstöðuna í gærkvöld og sagði öll NATO-ríki fagna því að Norður-Makedónía yrði brátt þrítugasta aðildarríki bandalagsins.

Stjórnvöld í Skopje hafa í aldarfjórðung sóst eftir inngöngu í NATO, en nafnadeila við Grikkland kom í veg fyrir það. Þegar ráðamenn í Skopje og Aþenu urðu sammála um nafnið Norður-Makedóníu fyrir þremur árum urðu Grikkir fyrstir til að samþykkja aðild landsins að NATO og hafa einnig lagt blessun yfir viðræður um inngöngu landsins í Evrópusambandið.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV